Alvarleg bilun!

Kæru viðskiptavinir,

Eins og þónokkrir viðskiptavina okkar vita varð nokkuð alvarleg bilun í kerfinu okkar seinnipartinn í dag. Við höfum verið að vinna að viðgerð í allt kvöld en ekki tekist að koma búnaðinum í gang.

Ástæðan er þessi. HS veitur áætluðu viðgerð hjá sér í tengistöð við Vallarbraut en við erum þar með okkar tæknimiðstöð einnig. Til stóð að HS Veitur útveguðu okkur rafstöð til að okkar þjónusta truflaðist ekki á meðan rafmagn yrði tekið af. Við prófanir á rafstöðinni, sem átti að sjá okkur fyrir rafmagni á meðan HS Veitur stæðu að viðgerð hjá sér, bilaði okkar búnaður.  

Því miður höfum við ekki fundið út hvar þessi bilun er.HS Veitur mun taka straum af Vallabraut frá miðnætti og til kl. sex í fyrramálið.

Við biðjumst enn og aftur velvirðingar á þessum aðstæðum sem við ráðum því miður ekki við enda HS Veitur þeir sem sjá um útvegun orku á svæðinu. Við munum láta ykkur vita um leið og lausn finnst á málinu.

Með kveðju,

Kapalvæðing

Sett inn þann:
9/12/2019
í
flokknum
Viðhald