Netsamband að detta inn!

Kæru viðskiptavinir,

Eins og við höfum upplýst ykkur um frá því kl. 17.30 í gær hafa HS Veitur staðið að viðhaldi á rafmagni við Vallarbraut þar sem stjórnstöð okkar er til húsa.

Nú um hádegið ættu flestir viðskiptavina okkar að vera komnir í samband við net og sjónvarp.  Við viljum benda á að þörf gæti verið á því að taka beini (router) úr samband við rafmagn í um það bil 30 sekúndur.

HS Veitur hafa tilkynnt á heimasíðu sinni að rafmagnslaust sé enn í ákveðnum hverfum. Við reiknum með að netsamband detti fljótlega inn þegar rafmagni hefur verið hleypt á aftur.

Enn og aftur biðjumst við velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur haft í för með sér fyrir okkar viðskiptavini.

Kær kveðja,
Kapalvæðing.

Sett inn þann:
10/12/2019
í
flokknum
Viðhald