Allar norðurlandarásir fríar út apríl

Í ljósi ástandsins viljum við bjóða viðskiptavinum okkar allar norðurlandarásirnar fríar út apríl.

Covid 19 veiran hefur haft mikil áhrif allstaðar í heiminum og þess vegna viljum við að viðskiptavinir okkar geti fylgst með á fréttum og séu vel upplýstir um það sem helst er að gerast í löndunum í kringum okkur.

Ennfremur ætlum við að margir viðskiptavina okkar eigi vini og ættingja í Skandinavíu og langi til að geta fylgst með fréttum frá Norðurlöndunum ásamt afþreyingu sem þarna má finna.

Um er að ræða DR rásirnar - Danska ríkísútvarpið, NRK rásirnar, Norska ríkisútvarpið og SVT rásirnar, Sænska ríkisútvarpið.

Sett inn þann:
16/3/2020
í
flokknum
Sjónvarpsefni