Stillingar fyrir K-TV

LG sjónvarp

Hér má sjá hvernig sjónvarpsrásir Kapalvæðingar eru stilltar inn í LG sjónvarp. Einfalt og fjótlegt að nálgast hágæða sjónvarpsefni.

Samsung sjónvarp

Hér má sjá hvernig sjónvarpsrásir Kapalvæðingar eru stilltar inn í Samsung sjónvarp. Einfalt og fjótlegt að nálgast hágæða sjónvarpsefni.

Myndlykill

Hér má sjá hvernig myndlykill er tengdur og settur upp þannig að þú náir sjónvarpsrásum Kapalvæðingar.

Þessar spurningar
vakna oft!

Stillingar fyrir Technicolor TC7200, TC7210 og TC7230 router

Beintengja tölvu í routerinn opna netvafra og slá inn tölurnar 192.168.0.1

Við það opnast viðmótið fyrir routerinn, reiturinn fyrir username er auður og password er admin

Á efri stiku er valið Wireless

Leiðir til að bæta þráðlausa netið

Í Wi-Fi 2.4G er ýtt á scan wireless AP‘s

Þá kemur upp gluggi sem sýnir önnur þráðlaus net en þitt eigið sem eru vanalega á channel 1,6,11

Best er að velja það channel sem fæstir eru á Wireless ljós er á en þráðlausa dettur út í nokkrar sekúndur og kemur svo inn aftur

Hægt er að leysa þetta á tvenna vegu önnur lausnin er að slökkva á 5ghz loftnetinu og notast eingöngu við 2,4 ghz loftnetið eða þá að breyta nafninu á SSID á 5ghz loftnetinu.

Hvernig á að setja upp WPS
Farið er í Primary network og þar er hægt að sjá stillingu sem er sér hægra megin við sem er disabled

Þar er einungis hægt að velja á milli tveggja stillingar disabled eða wps

Ýtt er á WPS Add Client

Þegar þessi gluggi er kominn upp er ýtt á PUSH og síðan er ýtt á WPS takka á þeim búnaði sem á að bæta á þráðlausa netið

ATH.
Ef það er ekki bætt við búnaði þegar farið er í gegnum þetta ferli þá breytist virkni takkans á hlið routers í það að slökkva og kveikja á þráðlausa á routernum

Myndlyklar og beinar fyrir Kapalinn

Myndlyklar fylgja með öllum pökkum hjá Kapalvæðingu.

Allir sem tengjast kaplinum þurfa annaðhvort myndlykil eða nýlegt sjónvarp með innbyggðum kapal móttakara (DVB-C). Þitt er valið, myndlykill frítt með öllum pökkum. Myndlyklar eru í háskerpu og breyta nánast eldra sjónvarpi í smart tæki.

Hægt er að taka upp á myndefni á myndlykli með USB jaðartækjum og svo gegnum myndlykil. Við sendum RÚV HD og öðrum íslensku sjónvarpsstöðvum sem eru í HD út á kapalinn.

Sjá fyrir neðan mynd af myndlykli nánari upplýsingar hér.

Fyrir þá sem eru með háskerpu sjónvarp þá er Kapalvæðing með yfir 28 HD stöðvar á kaplinum og af þeim eru líka allar íslensku HD stöðvar sem senda út í háskerpu.

Kapalvæðing er með læsingar kerfi (Cryptoguard) sem þarf að nota CAM myndlykil fyrir sjónvörp sem eru með PCMCIA raufar en kortið er sett í hliðina á tækinu.

Notkunarleiðbeiningar á fjarstýringu myndlykils

  • Sub-t hægt að velja um texta á mismunandi tungumálum (ensku, dönsku, sænsku, norsku) ýtt er á takkann og þá kemur upp listi á skjánum þar sem hægt er að velja hvaða texti á að vera með örvatökkum á miðri fjarstýringu og ýta á ok til að fá breytingar í gegn.
  • Stöðvar sem eru merktar með +1 í endann sýna það sem var fyrir klukkutíma síðan á rás með sama nafni + stöðvar fyrir Ríkisjónvarpið má finna aftast á rásalistanum númer 881.
  • Vinstra megin á fjarstýringu við hliðin á hringnum í miðjunni má finna takka sem er merktur með tv og nótu þar er hægt að skipta á milli sjónvarps og útvarps.
  • Fyrir ofan hringinn í miðjunni má finna takka sem eru merktir info þar sem er hægt að sjá upplýsingar um hvað er verið að sýna.
  • Við hægra megin við þann takka er síðan EPG þar sem hægt er að sjá hvað er næst á dagskrá til að fá dagskrá lengra fram í tímann er ýtt á pvr (guli takkinn) og þá er hægt að sjá dagskrá næstu 2 daga.
  • Til að fara út úr þessum valmöguleikum er ýtt á exit sem er við hliðiná epg.

Upplýsingar um myndlykill, notkun og CAM lesara

Spurning: Hvernig á ég að setja upp nýja sjónvarpið mitt sem er með innbyggðum digital DVB-C, kapal móttakara?
Þar sem sjónvarpið mitt er með innbyggðum móttakara fyrir kapalkerfi (DVB-C).

Svar:
Til að þess að geta notað sjónvarpið á kaplinum og fá allar rásirnar þarf sjónvarpið að vera með innbyggðum stafrænum DVB-C móttakara. Sjónvarp virkar þannig að þú tengir kortalesarann í hliðinna á sjónvarpinu (kortarauf) og rennir áskriftarkorti í hana.Ef þú ert í vandræðum og getur ekki notað kortið þá er um að gera að hringja í okkur og við munum aðstoða þig/ykkur.Nokkrar tegundir af LG og Samsung sjónvörpum eiga í vandræðum með CryptoCam lesarann þar sem annaðhvort finnast engar stöðvar eða sjónvarpið hættir að viðurkenna fjarstýringuna þegar kortalesarinn er settur við tækið, fyrir þá sem lenda í þessu er best að skipta út Cam kortinu fyrir HD box.

Bilun í móttökubúnaði eða kapli, engin mynd kemur á tækið hjá mér?

Svar: Skrifstofa okkar er opin alla virka daga frá 10:00 – 16:00 ef þú ert með bilaðan búnað þá skaltu hafa samband við okkur. Ef upp koma vandamál með tengingar, snúrur, tengibox eða magnara og þörf er á þjónustu þá er þjónustusíminn 421 4688 og við aðstoðum þig með allar þínar þarfir.

Ég fæ undarlega mynd á skjáinn og stundum frýs myndin alveg, hvað ætti ég að gera?

Svar: Ef svona vandamál koma upp getur það verið vegna þess að önnur hvor snúran, skart, HDMI snúran eða sjónvarpsnúran, eru ekki í lagi. Gakktu úr skugga um að snúran eða snúrurnar séu tryggilega tengdar við stafræna móttakarann og dósina í vegg.  Einnig skaltu tryggja að það séu engin tæki, eins og t.d. DVD spilarinn eða önnur tæki, tengd á milli loftnets tengisins og stafræna móttakarann. Prófaðu nýja snúru ef vandamálið er viðvarandi.

Ef fjarstýringin fyrir stafræna móttakarann virðist vera biluð eða virkar ekki, hvað á ég að gera?

Svar: Í fyrsta lagi skaltu reyna að skipta um rafhlöðu í fjarstýringu.  Ef það virkar ekki, hafðu þá samband við okkur og við látum þig hafa aðra.