Nýtt í boði hjá Kapalvæðingu

Nú getur þú sett saman þinn eigin pakka og fengið afslátt í leiðinni. Veldu minnst tvo þjónustuliði og við skráum þig í áskrift.

Kapalvæðing býður nú upp á meiri og fjölbreyttari þjónustu.

Við höfum bætt við okkur síma og 4.5g í einfaldri og þægilegri áskriftarleið, segir Erlingur Bjarnason rekstrarstjóri Kapalvæðingar.

Um leið og pantaðir eru tveir vöruliðir eða fleiri eru viðskiptavinir komnir í pakkatilboð okkar. VIð erum að bjóða ljósleiðaranet, 2 x síma og yfir 140 sjónvarpsstöðvar á 19.960 kr/mán.

Símaáskriftinni fylgja 100 gb/mán en 4.5g er með ótakmörkuðu gagnamagni.

Svo höfum við fengið til liðs við okkur nokkra hressa Suðurnesjamenn til að kynna þjónustuna okkar. Það skiptir miklu máli að við verslum í heimabyggð ef verð og gæði eru svipuð.

Það styttist líka í að við fáum svokallað OTT sjónvarp sem er stafrænt sjónvarp með vönduðum erlendum sjónvarpsstöðvum.

Þá nægir að hafa stafrænt sjónvarpsbox og þú nærð, Netflix, Viaplay og Spotify ásamt fleiri hundruð skemmtilegum efnisveitum í gegnum netið okkar.

Settu saman þinn pakka hér.

Sett inn þann:
16/6/2021
í
flokknum
Nýjungar